Besta leiðin til að geyma lauk

Laukur er geggjaður í matargerð en getur líka verið óþolandi …
Laukur er geggjaður í matargerð en getur líka verið óþolandi þegar hýðið byrjar að losna utan af honum inni í ísskáp. mbl.is/Colourbox

Laukur er frábært hráefni sem kryddar matinn eins og við viljum hafa hann. En það getur verið afar hvimleitt að geyma lauk þar sem hýðið losnar auðveldlega af og fer út um allt. Laukur er einnig best geymdur á svölum stað, þá ekkert endilega í ísskáp.

Eitt það allra besta ráð sem við höfum heyrt til þessa varðandi lauk er að geyma hann í gömlum sokkabuxum. Þær teygjast í allar áttir og halda þétt utan um laukinn sem mun ekki losa sig svo auðveldlega við hýðið í buxunum.

Laukur er ekki bara laukur!
Laukur er ekki bara laukur! mbl.is/Colourbox
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert