Lifrarpylsan sem þykir sérlegt lostæti

Slátur er herramannsmatur.
Slátur er herramannsmatur. mbl.is/Wikipedia

Hér gefur að líta uppskrift Dóru Steindórsdóttur sem þykir sérlega góð. Hér er uppskriftin fyrir þá sem eru að leita að góðri lifrapylsuppskrift. 

Lifrarpylsa Dóru

  • Tíu lifrar
  • 20 nýru eða ein aukalifur
  • 2½ l mjólk
  • 5 dl vatn
  • 5 msk. kjötkraftur (pulver buljong) fæst í Hagkaupum
  • 5 msk fínt salt
  • 900 g haframjöl
  • 1.750 g rúgmjöl
  • 3 kg brytjaður mör

Salt og kjötkraftur sett í kalt vatnið í potti, hitað og leyst upp. Lifur og nýru hökkuð og hrærð saman. Mjólkinni bætt í hræruna og vatninu með kjötkraftinum og saltinu. Mjölinu bætt út í sitt á hvað og hrært vel. Síðast er mörnum bætt við.

Þetta passar í um 30 poka. 450 g af hræru eru sett í hvern poka og lokað með nælu. Gott er að nota stút til að fylla á pokana. Lifrarpylsan er soðin í 2½ klukkustund í vel söltu vatni.

mbl.is