Risahrærivél í Kringlunni

Haraldur Jónasson / Hari

Í tilefni 100 ára afmælis KitchenAid fór þessi glæsilega risahrærivél í heimsreisu og stoppar nú í október á Íslandi. Vélin verður til sýnis á blómatorginu á 1. hæð Kringlunnar út október og getur fólk á staðnum tekið þátt í skemmtilegum leik og átt þess kost að vinna sína eigin KitchenAid-hrærivél í hefðbundinni stærð.

Að sögn forsvarsmanna KitchenAid hér á landi er það einstakt að Ísland hafi fengið tækifæri til þess að sýna þessa eintöku vél en hún hefur meðal annars ferðast til London og Kína. Það sé mikil ánægja með heimsóknina og fólk hvatt til að gera sér ferð í Kringluna og sjá gripinn með eigin augum.

Fyrsta KitchenAid-hrærivélin kom á markað árið 1919 og því eru 100 ár síðan fyrsta KitchenAid-vélin leit dagsins ljós. Síðan KitchenAid-vörur urðu fyrst fáanlegar hér á landi hafa Íslendingar haldið mikið upp á hrærivélarnar og því sérlega viðeigandi að risavélin skuli hafa gert sér ferð hingað til lands.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert