Veltibollar Ingu Elínar í VOGUE

Inga Elín fagnar fimmtíu ára starfsafmæli um þessar mundir.
Inga Elín fagnar fimmtíu ára starfsafmæli um þessar mundir.

Þeir sem drukkið hafa úr veltibollum Ingu Elínar vita að þeir gera gott kaffi einfaldlega betra. Bollarnir eru handgerðir úr postulíni og því engir tveir bollar eins. Inga, sem er án efa einn farsælasti listamaður landsins, fagnar fimmtíu ára starfsafmæli sínu á næsta ári og er óhætt að segja að frægðarsól hennar hafi aldrei skinið skærar.

Undanfarin misseri hafa erlendir miðlar á borð við Vogue, World of Interiors og GQ sýnt hönnun hennar mikinn áhuga. „Ég er auðvitað upp með mér yfir athyglinni sem bollarnir hafa verið að fá og hún staðfestir það að þessi hönnun er svo sannarlega tímalaus, enda spannar saga bollanna að verða 30 ár.“

Inga Elín gekk einnig nýverið til liðs við Icelandair og má því nú í fyrsta sinn í sögu ferils Ingu Elínar nálgast þessa fallegu hönnun um borð í Icelandair-vélunum. Um er að ræða tvær sérhannaðar útgáfur af veltibollunum sem margir hverjir hafa safnað um árabil. Inga Elín segir afar ánægjulegt að hönnun sín sé nú aðgengileg með þessum hætti bæði fyrir Íslendinga sem og erlenda ferðamenn sem oft á tíðum vilja taka eitthvað íslenskt og eigulegt með sér til heimalandsins.

Engir tveir bollar eru eins.
Engir tveir bollar eru eins.
Fjallað hefur verið um hönnun Ingu Elínar í Vogue.
Fjallað hefur verið um hönnun Ingu Elínar í Vogue.
Það þykir töluvert afrek að komast í tískubiblíuna VOGUE.
Það þykir töluvert afrek að komast í tískubiblíuna VOGUE.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »