Le Creuset kynnir Star Wars-potta

Nýir Star Wars-pottar eru væntanlegir frá Le Creuset.
Nýir Star Wars-pottar eru væntanlegir frá Le Creuset. mbl.is/Le Creuset

Pottaframleiðandinn Le Creuset hefur í samvinnu við Disney komið með alveg nýja útfærslu af pottunum góðu sem við þekkjum svo vel. Við erum að sjá potta í Star Wars-útgáfu!

Nú getur þú fengið lítinn pott sem tekur ímynd sína frá litla róbotinum R2D2 eða Han Solo svo eitthvað sé nefnt. Við erum einnig að tala um kolsvartan Darth Vader-pott sem þú munt gjörsamlega elska – ef þú ert Star Wars-aðdáandi það er að segja. Hér fyrir neðan má sjá myndband með sýnishornunum sem verður fáanlegt frá og með 1. nóvember.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert