Normann kynnir könnu í afmælisútgáfu

Kaffikönnurnar vinsælu frá Normann Copenhagen, nú fáanlegar í glamúrútgáfu.
Kaffikönnurnar vinsælu frá Normann Copenhagen, nú fáanlegar í glamúrútgáfu. mbl.is/Normann Copenhagen

Danska hönnunarfyrirtækið Normann Copenhagen kynnti á dögunum vinsælu kaffikönnuna sína í sérlegri afmælisútgáfu. Kannan sem kallast GEO VACUUM er nú fáanleg í glamúrútgáfu.

Kannan sem um ræðir er nú einnig mætt í stærri útfærslu, eða ein sem rúmar 1,5 lítra. Gylling og silfur skreytir toppinn sem gefur kaffikönnunni alveg nýtt útlit á þessari tímalausu og stílhreinu könnu. En þess má einnig geta að kannan hefur unnið til fjölda verðlauna fyrir hönnun sína og gæði.

mbl.is/Normann Copenhagen
mbl.is