Búinn að vera á ketó síðan 2012

Tim Tebow og Demi-Leigh Nel-Peters.
Tim Tebow og Demi-Leigh Nel-Peters. mbl.is/Instagram

Sumir nálgast ketó mataræðið sem tímabundna lausn eða tilraun til að breyta mataræðinu. Aðrir líta á það sem nýjan lífstíl og enn aðrir eru bara á því.... alltaf og að eilífu að því virðist. 

Bandaríski ruðningskappinn og hvunndagshetjan Tim Tebow greindi frá því á dögunum að hann væri svo mikill ketó-kall að hann væri búinn að vera á mataræðinu síðan 2012. Reyndar væri hann svo gallharður að hann hefði verið einn af þeim allra fyrstu sem prufuðu kolvetnalausa lífstílinn og elskaði það. 

Frá þessu greindi hann í þætti Rachel Ray þar sem hann er orðinn nýr talsmaður KetoLogic ásamt unnustu sinni, fyrrum Miss Univers fegurðardrottningunni Demi-Leigh Nel-Peters.

Það eina sem hann segist sakna sé maturinn sem mamma hans eldar. Þá ekki síst pítsubakan sem hún gerði sem var með bestu skorpu í heimi.

mbl.is