Lögreglan varar foreldra við hrekkjavökusælgæti

Lögreglan í Pensylvaníuríki í Bandaríkjunum hefur sent frá sér tilkynningu þar sem foreldrar eru beðnir um að hafa vökult auga á sælgæti sem börn þeirra innbyrði, þá ekki síst í ljósi þess að hrekkjavakan er handan við hornið.

Í húsleit í ríkinu fannst mikið magn eiturlyfja auk sælgætis sem við fyrstu sýn virtist vera Nerds-nammi sem nýtur mikilla vinsælda. Við nánari athugun mátti sjá pakkningarnar merktar THC sem er vímugjafinn í kannabisplöntunni.

Forsvarsmenn fyrirtækisins sem framleiðir Nerds-nammið hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir fullvissa neytendur að um falsaða vöru sé að ræða og allar vörur frá fyrirtækinu sjálfu séu öruggar. 

CNN greinir frá. 

Fíkniefnin eru dulbúin sem sælgæti og í pakkningum sem auðveldlega …
Fíkniefnin eru dulbúin sem sælgæti og í pakkningum sem auðveldlega mætti telja sælgæti. mbl.is/Facebook
mbl.is