Sex þungavigtarkonur gefa út matreiðslubók

Sex máttarstólpar í íslensku matarbloggarasenunni hafa nú leitt saman hesta sína með eftirminnilegum hætti. Útkoman er bókin Vinsælustu uppskriftirnar og er samansafn vinsælustu uppskrifta bloggaranna. Í bókinni fá lesendur að kynnast þeim nánar og eru uppskriftirnar ótrúlega fjölbreyttar og áhugaverðar.

Bloggararnir í bókinni eru þær Anna Eiríks, Berglind Hreiðars, Hildur Rut Ingimarsdóttir, Lólý, María Gomez og Tinna Alavis. Hér eru sannkallaðar þungaviktarkonur á ferð og er útkoman eftir því.

mbl.is