Gordon Ramsay í dansmyndbandi með dóttur sinni

Þið sem þekkið TikTok vitið að það er það eina sem fólk undir tvítugu hangir á. Þar er að finna milljónir myndbanda sem krakkar gera og í boði er allskonar tónlist.

Meðal annars lagið Gordon Ramsay....

Sem þýddi að Matilda Ramsay (dóttir Gordon) fékk pabba sinn til að taka dans með sér við lagið. Og það er frekar svalt.

Hér má sjá myndbandið en þeir sem vilja fylgja Matildu á TikTok þá er notendanafnið hennar @tillyramsay

mbl.is