Sinnepsfylltur kjúklingur í ostabaði

Gjörsamlega truflaður kjúklingaréttur!
Gjörsamlega truflaður kjúklingaréttur! Ljósmynd/BBC Good Food

Getur einhver vakið okkur af þessari matar-upplifunar-sælu sem var að eiga sér stað! Kjúklingur í ostabaði er eitthvað sem við sláum aldrei hendinni á móti - það er bara þannig.

Sinnepsfylltur kjúlli í ostabaði

  • 125 g mozzarellakúla, rifin í minni bita
  • 50 g cheddarostur
  • 1 msk. heilkorna sinnep
  • 4 kjúklingabringur
  • 8 beikonskífur

Aðferð:

  1. Hitið ofninn á 180°C á blæstri.
  2. Blandið ostunum og sinnepinu saman.
  3. Skerið rifu á bringurnar og fyllið þær með sinnepsostafyllingunni. Vefjið tveimur beikonskífum utan um hverja bringu og leggið í eldfast mót.
  4. Eldið í 20-25 mínútur eða þar til bringurnar eru eldaðar í gegn.
  5. Berið fram með góðu salati eða hrísgrjónum. 
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert