Loks hægt að fá alvöru íslenskan Burrata ost

Ljósmynd/Aðsend

Þau gleðitíðindi berast nú úr herbúðum Blackbox að loksins sé hægt að fá alvöru handgerðan Burrata ost. Osturinn er framleiddur af MS og eingöngu fáanlegur á Blackbox.

Fyrir þá sem eru ekki alveg með það á hreinu þá er Burrata náfrændi Mozzarella en bara örlítið betri þar sem hann er með nokkurskonar rjómafyllingu sem gerir hann að einstöku sælgæti.

Að sögn Jóns Gunnars Geirdals á Blackbox verður hann fáanlegur á pítsum staðarins frá og með deginum í dag. Aðferðin er fremur sérstök. Pítsan er bökuð og kúlan er síðan sett á pítsuna miðja og þú skerð í. Útkoman er sögð sælgæti sem enginn alvöru pístu/Ítalíu/ostaaðdáandi má láta framhjá sér fara.

Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert