Velja hvort þau vilji borða gæludýrið eða verða vegan

Tilkynnt hefur verið um nýjan þátt sem verið er að taka upp í Bretlandi og fer í sýningar á næsta næsta ári. Þátturinn heitir Meat the Family og þar fær fjölskylda nýtt gæludýr sem er annaðhvort kálfur, lamb, lítill grís eða kjúklingur. Eftir fjórar vikur þarf fjölskyldan að ákveða hvort hún vilji éta gæludýrið eða hætta öllu kjötáti til frambúðar. Markmiðið er að velta upp áleitnum spruningum varðandi kjötat og dýravernd.

Nú þegar er þátturinn farinn að vekja mikil viðbrögð þannig að það verður spennandi að sjá lokaútkomuna.

mbl.is