Poppaður stelpukokteill

Hversu girnilegur drykkur! Ekta stelpudrykkur af bestu gerð.
Hversu girnilegur drykkur! Ekta stelpudrykkur af bestu gerð. mbl.is/Thank you for Rosé

Við elskum stelpudrykki sem þennan. Bragðgóður, fallegur og poppaður í orðsins fyllstu merkingu – því poppkorn er borið fram með drykknum. Það eru kokteilsérfræðingarnir Jesper Smidt og Marshoud Dababneh sem standa á bak við þennan drykk, en þeir eru einnig frumkvöðlar að bestu rósavínshátíð Danmerkur sem haldin var síðasta vor.

Poppaður stelpukokteill

  • 3 hlutar af þurru sparkling rosavíni
  • 1 hluti vodka
  • ¼ síróp
  • ¼ kókoskrem
  • Hindber
  • Poppkorn

Aðferð:

  1. Setjið hindber í hristara og hristið vel.
  2. Bætið vodka út í ásamt sírópi og kókoskremi og fyllið hristarann með muldum ísmolum. Hristið vel saman.
  3. Fyllið glas með muldum ísmolum og hellið blöndunni yfir sigti í glasið.
  4. Skreytið með hindberjum og poppkorni.
mbl.is