Vissir þú þetta um brokkólí?

Brokkolí er algjör súperfæða!
Brokkolí er algjör súperfæða! mbl.is/bbcgoodfood.com

Brokkolí eða spergilkál er algjör súperfæða! Hér eru nokkrar staðreyndir um brokkolí sem þú eflaust ekki vissir, en þetta litla græna tré er ekki bara bragðgott, heldur stútfullt af góðum vítamínum og upplagt að nota í ídýfur.

  • Brokkolí er í sömu fjölskyldu og blómkál.
  • Brokkolí er fullt af A-, C- og E- vítamínum, járni og fólínsýru.
  • Brokkolí inniheldur efnið súlforafan sem hefur jákvæð áhrif á niðurbrot krabbameinsvaldandi efna. Til að súlforafan virkist í líkamanum þínum þegar þú borðar brokkolí er þörf fyrir ensím sem einnig má finna í grænu stönglunum.
  • Þegar þú sýður brokkolí í 1 mínútu eyðileggur þú ensímið í grænmetinu. Þess vegna er betra að gufusjóða brokkolíið í staðinn í sirka 4 mínútur. Þannig heldur þú öllum mikilvægu næringarefnunum inni.
  • Brokkolí er mjög gott fyrir háan blóðþrýsting.
  • Það er erfitt fyrir líkamann að melta hrátt brokkolí. Bakteríurnar í þörmunum brjóta niður kálið sem fær magann til að þenjast út og við leysum vind.
  • Stöngullinn sjálfur er alls ekki ónýtur í matargerð. Skerðu ysta lagið af stönglinum og skerðu hann svo niður í mjóa strimla og settu með í gufusoð næst þegar þú býður upp á brokkolí í matinn.

Brokkolí-ídýfa
Eigir þú brokkolí í afgang getur þú léttilega búið til ídýfu. Blandaðu saman brokkolí við kjúklingabaunir, þá 3 á móti 1 og maukaðu saman í matvinnsluvél. Smakkaðu til með ólífuolíu, cumin, salti og pipar.

Brokkolí-ídýfa er glettilega góð.
Brokkolí-ídýfa er glettilega góð. mbl.is/thefullhelping.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert