Hjónin búin að léttast um 180 kíló

Ljósmynd/Instagram @FatGirlFedUp

Eftir að vera búin að fá nóg af því sem þau vildu meina að væru skert lífsgæði ákváðu Lexi og Danny Reed að breyta algjörlega um lífsstíl í viðleitni sinni til að bæta heilsuna. 

Nokkru fyrr höfðu þau verið í brúðkaupsferð þar sem þau upplifðu að geta ekki gert nándar nærri það sem þau langaði til vegna ofþyngdar og lélegrar heilsu. Það varð því áramótaheitið þeirra nokkrum mánuðum síðar að breyta lífsstílnum.

Þau byrjuðu fyrst og fremst á mataræðinu. Hreinsuðu það (tóku út mikið unnar vörur), borðuðu færri hitaeiningar og minna kolvetni. Þau fóru einnig að hreyfa sig en það sem skiptir sjálfsagt mestu máli er að þetta var sameiginleg vegferð þeirra.

Lexi vó í upphafi rúm 220 kíló en fyrsta árið náði hún af sér rúmum 100 kílóum og þannig hélt hún áfram. Það sama átti við um Danny. 

Vegferð þeirra hjóna stendur sem hæst og heldur Lexi úti afar hvetjandi og skemmtilegri Instagram-síðu þar sem hún deilir árangurssögu sinni og hvetur fólk áfram.

Hægt er að nálgast Instagrammið hennar HÉR.

Ljósmynd/Instagram @FatGirlFedUp
mbl.is