Langbesta brauðbollu uppskriftin

Við erum alltaf til í nýbakaðar bollur, en þessar eru …
Við erum alltaf til í nýbakaðar bollur, en þessar eru í hollari kantinum. mbl.is/sæson.dk_Betina Hastoft

Það er alltaf gott að eiga bollur í frysti til að taka út þegar þörf er á. En bollur smakkast þó alltaf best nýbakaðar þegar smjörið og osturinn bráðnar hálpartinn er við smyrjum þær. Þessi uppskrift er í hollari kantinum og inniheldur kúrbít, steinselju og heilhveiti.

Besta brauðbollu uppskriftin (12-14 stk)

 • 200 g hveiti
 • 75 g heilhveiti
 • ½ tsk. salt
 • 1 msk. lyftiduft
 • Fersk steinselja
 • 150 g rifinn kúrbítur
 • 25 g sólblómafræjum
 • 75 g rifinn mozzarella
 • 50 g smjör
 • 1,5 dl súrmjólk

Aðferð:

 1. Blandð saman hveiti, heilhveiti, salti og lyftidufti.
 2. Bætið steinselju, kúrbít, sólblómafræjum og mozzarella saman við.
 3. Smuldrið smjörinu út í deigið og blandið því saman við súrmjólkina.
 4. Setjið deigið á hveitilagt borð og fletjið það út sirka 2 cm á þykktina.
 5. Notið hringlaga form og skerið út sirka 5 cm bollur og leggið á bökunarpappír á bökunarplötu.
 6. Penslið með súrmjólk og bakið í 12 mínútur við 210°C.
 7. Berið fram volgar.
mbl.is