Vinnur við að borða draslmat

Ljósmynd/YouTube

Hin 28 ára gamla Fabio Mattison frá Bretlandi segir líf sitt hafa gjörbreyst eftir að hún gerðist atvinnu-draslmats-æta á myndbandarásinni YouTube. Hún er í dag með yfir átta þúsund fylgjendur og segir samband sitt við mat vera mun heilbrigðara í dag en áður.

Til að útskýra nánar eru svonefnd Mukbang-myndbönd afskaplega vinsæl í Suður-Kóreu en í þeim borðar fólk eins mikinn mat og það getur í sig látið. Ef marka má vinsældirnar er þetta eitthvað sem fólki þykir gaman/áhugavert/dáleiðandi að horfa á og því geta Mukbang-stjörnur orðið ansi fjáðar og frægar — svo ekki sé minnst á heilsufarsvandamál sem eiga það til að fylgja.

Mattison sá sitt fyrsta Mukbang-myndband árið 2014 og fjórum árum síðar bjó hún til sitt fyrsta myndband. Hún segist ekki borða jafn mikið og í þeim myndböndum enda sé það ekki markmiðið. Hún hafi alla tíð átt í mjög óheilbrigðu sambandi við mat og á tímabili gat hún ekki eldað í eldhúsi heldur gerði það alltaf inni í herberginu sínu. Í dag sé hún hins vegar afskaplega hrifin af mat og hreint ekki feimin við að elda hann fyrir framan heiminn.

Í meðfylgjandi myndbandi sjáum við Mattison ekki bara borða af öllum mætti heldur fáum við matreiðslumyndband með í kaupbæti þar sem hún eldar matinn fyrst — og gerir það vel.

Ljósmynd/YouTube
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert