Er vatnsflaskan að gera þig veikan?

Þessi kona notar vatnsflösku í ræktinni en ætti frekar að …
Þessi kona notar vatnsflösku í ræktinni en ætti frekar að notast við brúsa sem hægt er að þrífa. mbl.is/cathe.com_shutterstock

Fyllir þú reglulega á vatnið og notar sömu flöskuna aftur og aftur? Það er gott fyrir umhverfið en hvaða áhrif skildi það hafa á þig?

Samkvæmt rannsóknum sem gerðar voru af Treadmillreviews er svarið einfalt. Vatnsflöskur sem þú notar daglega undir vatn og án þess að þvo þær inn á milli eru með óheyrilega mikið magn af bakteríum. Í raun er magnið það hátt að þú færð fleiri bakteríur af flöskunni en ef þú myndir sleikja hundaleikfang!

Rannsóknirnar sýndu einnig fram á að langflestu bakteríurnar voru á flöskum með skrúfuloki og þær flöskur sem voru með röri voru hreinlegastar.

Það er því ráð að hugsa sig tvisvar um ef þú endurvinnur vatnsflöskur og nota þá frekar margnota vatnsbrúsa. Best er að þvo brúsann eftir hvern dag og ekki verra ef brúsinn má fara í uppþvottavél í það minnst einu sinni í viku.

Það liggja margar bakteríur á vatnsflöskunum sem sum okkar notum …
Það liggja margar bakteríur á vatnsflöskunum sem sum okkar notum daglega. mbl.is/Pure Water Purifiers / Flickr
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert