Fyllt avocado með eggjum og parmesan

Hreint út sagt stórkostlegur morgunmatur að okkar mati.
Hreint út sagt stórkostlegur morgunmatur að okkar mati. mbl.is/Hildur Rut Ingimarsdóttir

Þegar maginn kallar á dekur í morgunmat, þá svarar þessi uppskrift kallinu. Einfalt og gott avocado fyllt með eggjum, bakað í ofni og borið fram með parmesan osti, sítrónusafa, steinselju og radísuspírum. Hildur Rut á heiðurinn að þessari uppskrift og er með svipaða uppskrift í Avocado bókinni sinni, nema þar notar hún rifinn mozzarella í stað parmesan osts.

Fyllt avocado með eggjum og parmesan osti

 • 3 þroskuð avokado
 • 6 lítil egg
 • Salt og pipar
 • Safi úr sítrónu
 • Rifinn parmesan ostur
 • Fersk steinselja, söxuð
 • Radísuspírur

Aðferð:

 1. Skerið avocado í tvennt og skafið úr því til þess að gefa egginu pláss.
 2. Brjótið eggið í skál og hellið ofan í avocadoið. Ef avocadoið er lítið og eggin stór þá passar ekki öll eggjahvítan ofan í avocadoið. Þá er gott að geyma restina og nota í eitthvað annað.
 3. Saltið og piprið fyllta avocadoið og bakið í u.þ.b. 10-15 mínútur við 190°C eða þar til eggið er tilbúið.
 4. Kreistið safa úr sítrónu yfir nýbaka avocadoið.
 5. Stráið parmesan osti, steinselju og radísuspírum yfir og berið fram.
Avocado fyllt með eggjum og bökuð inn inn í ofni …
Avocado fyllt með eggjum og bökuð inn inn í ofni - það gerist ekki betra. mbl.is/Hildur Rut Ingimarsdóttir
mbl.is