Alveg geggjað risotto

Nammi namm! Þetta er risotto af bestu gerð.
Nammi namm! Þetta er risotto af bestu gerð. mbl.is/Andreas Wiking

Yndisaukandi risotto með kantarell sveppum, baunum og parmaskinku – rétt eins og við viljum hafa það. Hér má í raun notast við hvaða sveppategund sem er og munið bara að risotto er alltaf best þegar það er borið strax fram,  svo það er ekki eftir neinu að bíða með að borða og njóta.

Alveg geggjað risotto (fyrir 4)

 • 1 laukur, saxaður
 • 2 stór hvítlauksrif, smátt söxuð
 • 2 msk. ólífuolía
 • 300 g risotto
 • 1 l kraftsoð
 • Salt og pipar
 • Klettasalat
 • ½ - 1 tsk. estragon
 • 200 g grænar baunir
 • 2 tsk. ólífuolía
 • 200 g sveppir
 • 30 g rifinn parmesan
 • 70 g parmaskinka í þunnum skífum
 • Góður sykur
 • Ciabattabrauð

Aðferð:

 1. Steikið lauk og hvítlauk upp úr olíu. Blandið grjónunum saman við og hrærið varlega. Setjið sjóðandi kraft smátt og smátt út í pottinn – 1 dl í einu.
 2. Hrærið í á milli og haldið áfram að sjóða þar til hrísgrjónin eru orðin mjúk. Smakkið til með salti, pipar, rucola, estragon og baunum.
 3. Á meðan hrísgrjónin eru að sjóða, ristið þá sveppina upp úr olíu á pönnu. Stráið salti og pipar yfir og veltið síðan sveppunum út í risottoið. Rífið ost yfir.
 4. Leggið skinkusneiðarnar á bökunarpappír á bökunarplötu og stráið sykri yfir. Bakið í ofni við 225°C í 4-5 mínútur. Takið út og látið kólna.
 5. Berið risotto fram með bakaðri skinku og ciabattabrauði.
mbl.is