Haustsyndin er kaka sem bráðnar í munni

Yndisleg kaka sem gælir við bragðlaukana.
Yndisleg kaka sem gælir við bragðlaukana. mbl.is/Getty Images

Við eyðum mun meiri tíma innandyra á haustin og þá er tilvalið að dekra við fjölskylduna með gúrme köku sem þessari. En það er eitthvað svo óskiljanlegt hvernig einfaldur bakstur getur smakkast svona vel.

Haustsyndin er kaka sem bráðnar í munni

Deig:

  • 125 g hveiti
  • 100 g smjör
  • 20 g sykur
  • 1 msk. flórsykur
  • 1 egg
  • Salt á hnífsoddi

Marsípanmassi:

  • 130 g marsípan
  • 100 g sykur
  • 100 g mjúkt smjör
  • 30 g hveiti
  • Vanillusykur á hnífsoddi
  • 30 g saxaðar möndlur
  • 2 egg 

Fylling:

  • 4 meðalstórar perur

Aðferð:

  1. Blandið hveiti, sykri, flórsykri og salti saman í skál.
  2. Skerið smjörið í teninga og smuldrið það í skálina.
  3. Bætið eggi saman við og blandið saman.
  4. Setjið í kæli í 30 mínútur.

Marsípanmassi:

  1. Rífið marsípanið gróflega niður og blandið því saman við sykur, smjör og vanillusykur í skál.
  2. Setjið eggin í skálina og þeytið allt mjög vel saman. Bætið því næst hveiti og möndlum út í
  3. Takið deigið úr kæli og rúllið deiginu út með kökukefli og setjið í smurt tertuform – munið bara að deigið á að ná upp fyrir kantana.
  4. Dreifið marsípanmassanum yfir deigið,(fyrir sælkera þá má alveg saxa niður súkkkulaði og dreifa yfir deigið áður en marsípanmassinn er settur yfir deigið.
  5. Skerið perurnar í skífur og dreifið þeim yfir tertuna í munstur ef vill.
  6. Bakið í ofni við 200°C í 30-40 mínútur.
  7. Berið fram með sýrðum rjóma, þeyttum rjóma eða ís.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert