Rosendahl með nýtt matarstell fyrir jólin

Nýtt jólamatarstell frá Rosendahl er lent, fagurlega skreytt gylltum stjörnum …
Nýtt jólamatarstell frá Rosendahl er lent, fagurlega skreytt gylltum stjörnum á kantinum. mbl.is/Rosendahl

Það er alls ekki of snemmt að byrja hlakka til jólanna – ekki samkvæmt annarri hverri verslun hér á landi sem er í óða önn að fylla hillurnar með jóladóti.

Klassíska matarstellið Grand Cru frá Rosendahl er komið í jólabúning. Matarstellið ber nafnið Momenst og er framleitt úr hvítu postulíni með gylltum stjörnum á kantinum — fullkomið fyrir árstíðina sem er að ganga í garð. Matardiskarnir koma í þremur stærðum, ásamt pastadiski, skál og bollum sem seldir eru 2 í pakka.

Það er ekkert að þessu hátíðarborði.
Það er ekkert að þessu hátíðarborði. mbl.is/Rosendahl
Matarstellið er stílhreint og má vel blanda við aðra diska …
Matarstellið er stílhreint og má vel blanda við aðra diska og skálar í Grand Cru-seríunni. mbl.is/Rosendahl
mbl.is