Leynitrixið til að halda þvottinum hvítum

Verður hvíti þvotturinn þinn stundur grár?
Verður hvíti þvotturinn þinn stundur grár? mbl.is/parenting.firstcry.com

Ein útbreiddasta mýta um hvernig eigi að þvo hvítan þvott er ekki öll þar sem hún er séð. Talað er um að þvo alltaf hvít rúmlök með hvítum sængurverum til að þau gráni ekki – en það er ekki rétt.

Í raun verða rúmlökin grá og leiðinleg ef þú treður of miklum þvotti í vélina. Þannig ná þau ekki að þrífast almennilega þar sem gráminn er í raun þunnt lag af óhreinindum.

Ef hvítu rúmlökin þín eru að koma of grá úr vélinni þar sem þú hefur troðið of miklu saman við skaltu einfaldlega gefa þeim annan snúning með hæfilegu magni af þvottaefni. Og þvoðu þau á þeim hita sem mælt er með á þvottamiðanum.

mbl.is/ChoreographGetty Images
mbl.is