Súkkulaðibita- og hnetusmjörskökur

Ljósmynd/Sylvía Haukdal

Hér gefur að líta æðislega uppskrift að súkkulaði- og hnetusmjörsbitakökum sem ættu að mælast vel fyrir á hverju heimili.

Súkkulaði- og hnetusmjörsbitakökur

  • 100 g sykur
  • 230 g púðusykur
  • 250 g smjör, við stofuhita
  • 2 stk egg
  • 250 g Kornax hveiti
  • 1 tsk salt
  • ½ tsk. matarsódi
  • 1 pakki Royal súkkulaðibúðingur
  • 60 g kakó
  • 1 tsk vanilludropar
  • 100 g dökkt súkkulaði, bitar eða saxað
  • 200 g Reese's hnetusmjörbitar, má skipta út fyrir hvítt súkkulaði eða karamellukurl
  • 4 msk. mjólk, við stofuhita

AÐFERÐ

  1. Súkkulaði og hnetusmjörbitakökur
  2. Við byrjum á því að að þeyta saman smjör, púðusykur og sykur.
  3. Svo bætum við eggjum og vanilludropum saman við og þeytum þar til blandan verður létt og ljós.
  4. Næst blöndum við hveiti, salti, matarsóda, Royal súkkulaðibúðing og kakó saman við og hrærum vel saman áður en mjólkin fer síðan saman við.
  5. Að lokum hrærum við súkkulaðibitunum og hnetusmjörsbitunum saman við.
  6. Næst kælum við deigið í ískáp í klukkustund eða í frysti í 15 mínútur.
  7. Þegar deigið er að verða tilbúið stillum við ofnin á 175°C (viftu)
  8. Að lokum skerum við deigið niður í jafna litla bita, rúllum kúlur og setjum á bökunarpappír.
  9. Við bökum kökurnar við 175°C í 12-15 mínútur.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert