Vegan vöfflur með hnetusmjöri

Hér er frábær uppskrift að vöfflum fyrir þá sem kjósa …
Hér er frábær uppskrift að vöfflum fyrir þá sem kjósa vegan-lífsstíl. mbl.is/Thefullhelping.com

Þessi uppskrift er fyrir alla vegan-ista þarna úti - bragðgóðar vöfflur sem innihalda hnetusmjör. Og fyrir þá sem vilja meira af hnetusmjöri en uppskriftin geymir, geta þeir skreytt sína vöfflu með smjörinu góða. Þú getur auðveldlega sett þessar í frysti og tekið út þegar maginn kallar á eitthvað gott.

Vegan vöfflur með hnetusmjöri

 • 1¾ bolli fínmalað hveiti
 • 1 tsk. lyftiduft
 • ¼ tsk. salt
 • ⅓ bolli hnetusmjör
 • 1 msk. ground flax meal
 • 2 msk. maple síróp eða agave
 • 1 ⅔ bolli soya mjólk (plant milk)
 • 1 tsk. eplasíder edik

Aðferð:

 1. Hitið vöfflujárnið og notið bökunarsprey til að smyrja það.
 2. Þeytið saman hveiti, lyftidufti og salti í stóra skál.
 3. Bætið hnetusmjöri saman við ásamt ground flax, sírópi, mjólkinni og ediki. Blandið saman þar til mjúkt.
 4. Bakið vöfflur eins og venja er á og berið fram með því sem hugurinn girnist.
Girnilegar vöfflur með berjum og nóg af hnetusmjöri.
Girnilegar vöfflur með berjum og nóg af hnetusmjöri. mbl.is/Thefullhelping.com
mbl.is