Dýrindis kartöflumús með rjómaosti

Ljósmynd/Linda Ben

Kartöflumús er algjörlega magnað meðlæti og passar jafnt hversdags sem spari. Hér er æðisleg útgáfa frá Lindu Ben sem vert er að prófa enda rjómaostur fullkominn með öllum mat.

Einföld rjómaosta kartöflumús

  • 900 g kartöflur

  • 50 g smjör

  • 100 g Philadelphia með graslauk

  • 2 ½ dl mjólk

  • Salt og pipar eftir smekk

Aðferð:

  1. Sjóðið kartöflurnar þar til eldaðar í gegn og flysjið hýðið af þeim.

  2. Setjið kartöflurnar í hrærivél eða stappið með kartöflustappara. Blandið smjörinu, rjómaostinum og mjólkinni saman við.

  3. Kryddið til með salti og pipar.

Ljósmynd/Linda Ben
mbl.is