Kjúklingalasagna drauma minna

Ljósmynd/Yammie´s Noshery

Stundum.... bara stundum rekst maður á uppskriftir sem eru þess valdandi að meðalmatgæðingurinn fellur í yfirlið (eða blóðsykri). Þessi uppskrift er þannig.

Hér erum við með kjúklingalasagna sem er löðrandi í osti og almennum huggulegheitum. Skora á ykkur að prófa!

Kjúklingalasagna drauma minna

Kotasælulag

 • 900 g kotasæla
 • 1/2 bolli rifinn parmesan ostur
 • 2 egg
 • 1/2 tsk. salt (ég nota Norðursalt)
 • 1/4 tsk. pipar

Sósa

 • 60 g smjör
 • 4 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir
 • 1/4 bolli hveiti
 • 250 ml mjólk
 • 50 ml rjómi (36%)
 • 2 1/2 bolli mozzarella ostur
 • 2 bollar spínat
 • 3/4 tsk salt (ég nota Norðursalt)
 • 1/4 tsk pipar
 • 2 msk fersk basilika, söxuð

Að auki:

 • 1 1/2 bolli mozzarella
 • 1 pakki af lasagna plötum
 • 2 kjúklingabringur, skornar niður í litla bita (ég nota bringur frá Ali)
 • 20 kirsuberjatómatar - skornir í helminga
 • Fersk basilika til skreytingar
 • Balsamik gljái til skreytingar

Aðferð:

Kotasælulag:

Blandið saman öllum hráefnunum og setjið til hliðar.

Sósa:

Bræðið smjörið í stórum potti. Bætið við hvítlauknum og steikið í 30 sek. Bætið þá við hveiti og pískið vel saman. Bætið því næst mjólkinni við í smáskömmtun og pískið á meðan. Síðan rjómanum. Látið suðuna koma upp og hrærið stöðugt í.

Lækkið hitann og bætið við mozzarella ostinum, spínati, salti, pipar og pasiliku.

Látið malla uns osturinn er bráðnaður.

Samsetning:

Hitið ofninn í 180 gráður.

Smyrjið eldfast mót og setjið tvær ausur af sósu í botninn. Setjið því næst lag af lasagnaplötum, svo 1/3 af kotasælublöndunni, svo 1/3 af kjúklingnum og loks 1/3 af afgangnum af sósunni. Haldið þessu munstri áfram og að lokum skal setja 1 1/2 bolla af mossarella osti ofan á auk kirsuberjatómatanna.

Bakið í 45 mínútur og ef osturinn fer að brenna, setjið álpappír yfir.

Látið kólna í 10-20 mínútur áður en þið berið fram. Toppið með ferskri basiliku og balsamikgljáa.

Ljósmynd/Yammie´s Noshery
Ljósmynd/Yammie´s Noshery
mbl.is