Vantar þig orku til að hreyfa þig? - Hér er lausnin!

Ert þú þessi týpa? Nennir ekki á æfingu og sofnar …
Ert þú þessi týpa? Nennir ekki á æfingu og sofnar yfir matardisknum? mbl.is/bachelorkitchenblog.com

Fer æfingarprógrammið alveg út um þúfur þar sem þú orkar ekki að drífa þig af stað? Líkamsrækt er frábær fyrir sál og líkama en þreytan hefur stundum vinninginn og við látum hana taka yfir. Hér eru fjögur góð ráð um hvernig megi virkja kroppinn til að komast betur í gegnum daginn.

Sofðu nóg
Ef þú upplifir mikla þreytu yfir daginn eða það slokknar algjörlega á þér snemma á kvöldin er tilefni til að skoða svefnmunstrið þitt aðeins betur. Það er mismunandi hjá hverjum og einum hversu mikinn svefn maður þarf og konur þurfa yfirleitt meiri svefn en karlmenn. Reyndu að ná 6 til 9 tímum í svefn á nóttu. Og best er að venja líkamann á að vakna alltaf á sama tíma því óregla er ekki góð fyrir neinn.

Kíktu á matseðilinn
Hvað ertu að borða – hversu mikið ertu að borða og hversu oft borðar þú? Þetta eru allt mjög góðar spurningar. Prófaðu að rýna ofan í málið, en sumir fá meiri orku með mörgum litlum máltíðum á meðan hjá öðrum hentar að borða þrjár máltíðir yfir daginn. Passaðu líka upp á vítamínskamtinn, B-, C- og D-vítamín ásamt járni. Sítrusávextir, brokkolí og kjúklingur eru góð undirstaða að góðri máltíð. Og síðast en ekki síst skaltu ekki gleyma að drekka vatn og nóg af því.

Tékkaðu á járnmagninu í líkamanum
Þreyta og vöðvaverkir eru dæmigerð einkenni járnskorts. Konur geta sérstaklega verið í hópi þeirra sem glíma við járnskort en höfuðverkur, fölleiki og einbeitingarskortur eru merki um skort og þá þarf að bregðast við.

Æfðu meira
Þetta hljómar kannski öfugsnúið, en því meira sem þú æfir því meira eykur þú líkurnar á því að drífa þig aftur af stað í hreyfingu. Með því að „vekja“ líkamann með áreynslu senda vöðvarnir hormón frá sér sem gefur þér meiri orku til að takast á við daginn. Heilinn sendir líka frá sér endorfín sem eykur vellíðan og léttir lundina. Settu þér markmið og mundu að það tekur 30 daga að koma einhverju inn í fasta rútínu – svo ekki gefast upp á miðri leið.

mbl.is/t-nation.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert