Löng röð myndaðst fyrir utan verslunina

Ljósmynd/Ingvar Guðmundsson

Það ætlaði allt um koll að keyra þegar að súkkulaðiframleiðandinn Omnom bauð í kaffi og súkkulaði í gær til að fagna sex ára afmæli sínu.

Opið var milli 12-16 og myndaðist löng röð fyrir utan verslunina áður en opnaði.

Gestir fengu gjafapoka, súkkulai og kakó auk þess sem allar vörur voru á 10% afslætti.

Ljósmynd/Ingvar Guðmundsson
mbl.is