Alls ekki snúa glösunum þínum á hvolf

Stundum situr vatn eftir á börmunum á glösunum eftir þvott …
Stundum situr vatn eftir á börmunum á glösunum eftir þvott sem getur farið illa ef þú snýrð glasinu á hvolf. mbl.is/whiteaway.com

Það virkar sem ágætislausn til að losna við ryk í glösin, að snúa þeim á hvolf, en það er alls ekki það besta fyrir glösin.

Ástæðan er einfaldlega sú að þegar þú ert að tæma úr uppþvottavélinni situr stundum smávegis af vatni eftir á börmunum sem er ekki gott ef rakinn nær ekki að komast út. Gler er almennt mjög ónæmt efni sem þolir flestöll önnur efni – gler þolir hins vegar ekki rakann mjög vel og þá geta myndast hvítar rákir eða himna á glerinu. Og þegar „himnan“ hefur sest á glerið er ekki aftur snúið, því hún næst ekki af. Því er best að stilla alltaf glösunum með botninn niður á við.

Svona „himna
Svona „himna" getur sest á glösin ef þau verða fyrir miklum raka. mbl.is/hverdagensalmindeligheder.dk
mbl.is