Kjúklingasalatið sem kitlar bragðlaukana

Hrísgrjónasalat með kjúkling og grænu gotteríi.
Hrísgrjónasalat með kjúkling og grænu gotteríi. mbl.is/Line Falck_Sæson.dk

Hvernig er best að útskýra salat sem þetta nema með einu orði – stórkostlegt! Því hér um ræðir rétt sem gæti verið á matseðli einhverra veitingahúsa en er sáreinfaldur og hægt að matreiða í eldhúsinu heima.

Ferskt kjúklingasalat með grjónum

 • 2 kjúklingabringur frá Ali
 • 3 dl kraftur
 • 1 brokkolí
 • ½ iceberg salat
 • 4 gulrætur
 • 2 maíisstönglar
 • 200 g soðin hrísgrjón

Karrýdressing:

 • 2 dl hrein jógúrt
 • 2 msk ólífuolía
 • 2 tsk karrý
 • 1 stórt hvítlauksrif
 • Salt og pipar

Aðferð:

 1. Setjið kjúklinginn og kraftinn í pott og sjóðið í 15 mínútur. Hellið vatninu af og rífið kjúklinginn í sundur með gaffli.
 2. Skerið brokkolí í litla bita og gufusjóðið í nokkrar mínútur.
 3. Skerið salatið niður og skerið gúrkuna í teninga. Skrælið gulræturnar og rífið þær fínt niður með járni sem gefur langar ræmur. Skerið maíisinn af stönglunum.
 4. Hrærið öll hráefnin saman í dressinguna og smakkið til með salti og pipar.
 5. Veltið soðnum hrísgrjónum saman við grænmetið og kjúklinginn og berið fram með dressinguna til hliðar.
mbl.is