Dásemdar speltbrauð með pistasíum

Nýbakað er alltaf best! Hér er speltbrauð með pistasíum að …
Nýbakað er alltaf best! Hér er speltbrauð með pistasíum að koma úr ofninum. mbl.is/kærehjem_Sami Repo

Bakstur er eins og góður draumur – heldur þér við efnið og útkoman er yndisleg. Hér erum við að bjóða upp á dásamlegt speltbrauð, toppað með pistasíum. Athugið að hér má notast við hvaða hnetur sem er í brauðið, bara það sem til er í skápunum.

Dásemdar speltbrauð með pistasíum (3 lítil brauð)

 • 1 dl pistasíuhnetur (og smá meira til að skreyta)
 • 4 dl spelthveiti
 • 3,5 dl durumhveiti
 • 2 tsk. salt
 • 1,5 tsk. þurrger
 • 3,5 volgt vatn

Aðferð:

 1. Blandið pistasíuhnetunum saman við hveitið og saxið þær hnetur sem eiga að vera til skrauts.
 2. Blandið pistasíuhveitinu saman við restina af þurrefnunum.
 3. Bætið vatni saman við og hnoðið vel saman. Setjið plastfilmu yfir skálina og látið deigið hefast yfir nótt í ísskáp.
 4. Setjið deigið á hveitilagt borð og mótið 3 lítil brauð. Leggið brauðin á bökunarpappír á bökunarplötu og leggið hreint viskastykki yfir – látið hefast í 30 mínútur.
 5. Hitið ofninn á 200°C.
 6. Dreyfið söxuðum pistasíuhnetum yfir brauðin og bakiðí ofni í 30 mínútur. Látið kólna á rist.
 7. Berið fram með smjöri og öllum þeim áleggjum sem hugurinn girnist.
mbl.is