Fékk 1,4 milljarða fyrir að leika í auglýsingu

Ljósmynd/skjáskot af YouTube

Það eru að koma jól sem þýðir jafnframt að auglýsingajólaflóðið er að hefjast. Fyrirtæki leggja ýmislegt á sig og PepsiCo gekk nokkuð langt þegar þau fengu hina einu sönnu Mariah Carey til að leika í jólauglýsingu fyrir Walkers kartöfluflögurnar. 

Í auglýsingunni syngur Carey meðal annars frægasta jólalag síðari ára All I Want For Christmas og það eru svo mikil jól í henni að manni vöknar um augun. 

Þess má jafnframt geta að Carey fékk sem nemur 1,4 milljarð að launum fyrir dagsverkið sem er ekki svo slæmt....

mbl.is