Geggjað gratinerað brokkolí

Þetta meðlæti er búið að slá öll met! Svo gott …
Þetta meðlæti er búið að slá öll met! Svo gott er það. mbl.is/Henrik Freek_Sæson.dk

Brokkolí er eitt af því besta sem við getum í okkur látið og hér er það mætt gratínerað á borðið. Við getum alltaf á okkur brokkolí bætt og sérstaklega í þessari útgáfu.

Geggjað gratinerað brokkolí

 • 400 g brokkolí
 • 50 g möndlur
 • 30 g smjör
 • 125 g hveiti
 • 3,5 dl mjólk
 • 4 egg
 • 1 tsk. salt
 • Pipar

Aðferð:

 1. Skerið brokkolíið í minni bita, og skerið einnig stöngulinn í teninga. Sjóðið í 3-4 mínútur í saltvatni og leyfið því næst vatninu að leka af.
 2. Bræðið smjörið í potti saman við mjólkina og því næst kemur hveitið út í. Hrærið saman í 1-2 mínútur. Látið kólna örlítið áður en eggjarauðurnar fara út í.
 3. Pískið eggjahvíturnar og blandið þeim saman við brokkolí og saxaðar möndlur. Kryddið með salti og pipar.
 4. Smyrjið 4 eldföst mót (lítil) – eða eitt stórt. Setjið gratínblönduna út í og bakið í ofni í 30-35 mínútur við 175°C. Athugið: ef þú gratínerar í einu stóru formi, þá skaltu hafa réttinn í sirka 45-50 mínútur inn í ofni.
mbl.is