Passaðu hvað þú borðar á fastandi maga

Ferðu og hámar í þig óhollustu þegar maginn er galtómur?
Ferðu og hámar í þig óhollustu þegar maginn er galtómur? mbl.is/lifealth.com

Þegar maginn er tómur, þá fellur blóðsykurinn niður og þú finnur fyrir hungrinu. Kroppurinn reynir því að næla sér í eitthvað mjög fljótlegt að borða til að fá orku. En af hverju skildi þá ekki vera gott að háma í sig á fastandi maga?

Rangur matur í tóman maga

Hugsaðu þegar þú varst síðast alveg rosalega svangur/svöng. Fékkstu þér næringaríka máltíð þegar þú settist loksins niður? Ef svarið er „nei“, þá erum við að tengja. Um leið og maginn verður tómur og hungrið fer að gera vart við sig að alvöru, þá eru líkurnar mjög miklar að þú sækir í einhverja óhollustu og þá í mun meira magni en þú annars hefðir látið í þig.

Í grófu máli getum við sagt að líkaminn sé í raun að reyna lifa af hungrið. Og þá kallar kroppurinn á mat með mikilli fitu og sykurinnihaldi – því það er það sem gefur okkur skjóta orku.

Ef þú vilt forðast það að hungrið taki yfir og líkaminn fái bakslag, þá skaltu passa að maginn verði ekki galtómur. Vertu því ávallt reiðubúinn með hollt snakk á ferðinni eða í vinnunni – t.d. hnetur, gulrætur eða ávaxtabita, því ekkert er verra en að taka stórar ákvarðanir á fastandi maga.

Það er alltaf gott að vera með hnetur við höndina …
Það er alltaf gott að vera með hnetur við höndina þegar hungrið seðjar að. mbl.is/imperial.ac.uk
mbl.is