Skál með pop-up í Kaupmannahöfn

Ljósmynd/Aðsend

Gísli Matthías Auðunsson og félagar á veitingastaðnum Skál eru þessa dagana stödd í Kaupmannahöfn þar sem þau eru með pop-up. Gjörningurinn fer fram á veitingastaðnum BRUS og hefst kl. 17. Matseðillinn er glæsilegur þar sem íslenskt hráefni er í forgrunni eins og Gísla Matthíasar er von og vísa. 

Mikil eftirvænting hefur ríkt vegna viðburðarins og má fastlega búast við að Gísli og félagar geri góða reisu til Kaupmannahafnar.mbl.is