Besta beikon í heimi að mati Chrissy Teigen

Ljósmynd/Cravings by Chrissy Teigen

Hin eina sanna Chrissy Teigen opnaði nýverið vefsíðuna Cravings by Chrissy Teigen þar sem hún deilir dásamlegum uppskriftum. Chrissy elskar beikon og hér er hún með uppskrift sem hún segir vera uppskrif að hinu fullkomna beikoni. 

Besta beikon í heimi

  • 12 sneiðar af þykku beikoni
  • 3 hvítlauksgeirar, saxaðir

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 190 gráður.
  2. Leggið beikonsneiðarnar á smjörpappír eða ofngrind með álpappír. Látið sneiðarnar ekki snertast. 
  3. Sáldrið hvítlauknum yfir beikonið og ristið/bakið í 12-15 mínútur.
  4. Það má sleppa hvítlauknum ef þið þolið hann ekki en þetta er alltaf besta aðferðin við að steikja beikon!
Chrissy Teigen.
Chrissy Teigen. Ljósmynd/Cravings by Chrissy Teigen
mbl.is