Borgaði 5,7 milljónir fyrir krabba

Þetta er ekki krabbinn en því miður áttum við ekki …
Þetta er ekki krabbinn en því miður áttum við ekki mynd af honum. Brynjar Gauti

Ekki er öll vitleysan eins en maður nokkur greiddi á dögunum 5,7 milljónir íslenskra króna fyrir krabba. Krabbann ætlaði hann væntanlega til átu en í Japan, þar sem kaupin áttu sér stað, þykir ekkert tiltökumál meðal hinna sterkefnuðu að eyða fúlgum fjár í sjaldgæfan mat. Krabbinn var óvenju stór og því flokkaður sem sjaldgæfur. 

Þetta ku hæðsta verð sem greitt hefur verið fyrir krabba í heiminum og munu uppboðshaldarar fara þess á leit við heimsmetabók Guiness að salan verði skráð sem heimsmet. Kaupandinn er í veitingageiranum og fær því einhver heppinn viðskiptavinur að gæða sér á honum á næstunni - væntanlega fyrir fúlgu fjár. 

Á dögunum greiddi annar maður 3,6 milljónir fyrir tvær þroskaðar melónur og því ljóst að grænmeti er ekki síður verðmætt á mörkuðum sem þessum. 

Mynduð þið borga 5,7 milljónir fyrir krabba?

Heimild: New York Post

mbl.is