Endaði kvöldið með snakkpoka upp í rúmi

Nigella Lawson.
Nigella Lawson. mbl.is/Facebook

Stjörnurnar eru víst eins og við hin. Að minnsta kosti okkar elskulega Nigella Lawson sem er alltaf að gera allt vitlaust með hreinskilni sinni en í gærkvöldi fór hún út að borða á veitingastaðnum Noble Rot Bar & Restaurant og borðaði allt það fínasta á borð við ostrur og kálfakjöt.

Hún lét vel af matnum en játaði jafnframt að hún væri komin upp í rúm með snakkpoka. Viðbrögðin létu ekki á sér standa og gengur sumir svo langt að kalla hana hina fullkomnu konu og að þeir myndu fylgja henni til heljar og baka.

En hvað... er þetta ekki eitthvað sem við höfum öll upplifað?

Ljósmynd/skjáskot af Twitter
Ljósmynd/skjáskot af Twitter
Ljósmynd/skjáskot af Twitter
Snakkið sem varð fyrir vali Nigellu.
Snakkið sem varð fyrir vali Nigellu. Ljósmynd/skjáskot
mbl.is