Helstu mistök sem fólk gerir í eldhúsinu

Kokkar eru flinkari en flestir að matbúa enda með menntunina og reynsluna. Við höfum skemmt okkur hér á Matarvefnum undanfarið við að taka saman góð ráð frá þeim sem hinn almenni heimiliskokkur getur nýtt. 

Stærsu mistökin: Að salta ekki vatnið þegar pasta er soðið

Ansi margir láta það eiga sig að salta vatnið þegar pasta er soðið. Að mati nokkurra þeirra kokka sem við ræddum við eru þetta stórkostleg mistök sem valda því að pastað verður ekki nándar nærri jafn bragðmikið og það gæti orðið. 

Einn kokkurinn bætti því við að gott sé að eiga borðsalt til að salta soðvatn því flögusalt sem við notum í matargerð er dýrara hráefni og því má vel nota hefðbundið ódýrt borðsalt út í vatnið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert