Stærstu vöruþróunarklúður sögunnar

Pepsi AM er góð hugmynd sem gekk ekki upp. AM …
Pepsi AM er góð hugmynd sem gekk ekki upp. AM útgáfan innihélt meira koffein en neytendur áttu að venjast og einhverra hluta vegna voru neytendur ekki tilbúnir í meira koffín þá. Spurning um að reyna þetta aftur.

Fyrirtæki eru sífellt að þróa nýjar vörur og eyða í það fúlgum fjár. Sumar hugmyndir ganga upp og njóta mikillar velgengni en stundum - því miður - hljóta snilldarvörur á borð við þessar hér að neðan ekki náð fyrir augum neytenda. Kannski er þetta spurning um tímasetningu... hver veit?

Pepsi fékk þá snilldarhugmynd að setja Crystal Pepsi á markað …
Pepsi fékk þá snilldarhugmynd að setja Crystal Pepsi á markað sem átti að höfða til þeirra sem vildu heilbrigðari kost. Viðtökurnar voru góðar í upphafi en fljótlega fór að fjara undan Crystal Pepsi og innan við tveimur árum síðar var það tekið af markaði. mbl.is/
Heinz fór mikinn í þróun á grænni tómatsósu á tíunda …
Heinz fór mikinn í þróun á grænni tómatsósu á tíunda áratugnum. Sósan hlaut góðar viðtökur en vinsældirnar héldust ekki og neytendur snéru sér aftur að gömlu góðu rauðu tómatsósunni. mbl.is/
Colgate ákvað að hefja innreið sína á matvælamarkaðinn með tilbúnum …
Colgate ákvað að hefja innreið sína á matvælamarkaðinn með tilbúnum máltíðum. Einhverra hluta vegna voru neytendur ekki jafn hrifnir...
Árið 1979 setti Clairol á markað sjampó sem innihélt alvöru …
Árið 1979 setti Clairol á markað sjampó sem innihélt alvöru jógúrt. Þetta þótti alltof byltingarkennt og gekk ekki upp.
Vinsældir Cosmopolitan tímaritsins voru slíkar á tíunda áratugnum að einhver …
Vinsældir Cosmopolitan tímaritsins voru slíkar á tíunda áratugnum að einhver snillingurinn ákvað að það væri tímabært að hefja framleiðslu á jógúrt.
Satisfries franskarnar frá Big Mac floppuðu. Hugmyndin um hollar franskar …
Satisfries franskarnar frá Big Mac floppuðu. Hugmyndin um hollar franskar þótti fjarstæðukennd enda ertu varla að telja hitaeiningar fyrst þú ert mætt/ur á Burger King á annað borð.
mbl.is