Bunchen og Brady brjálaðar beikonætur

Tom Brady og Gisele Bundchen.
Tom Brady og Gisele Bundchen. Skjáskot Daily Mail

Mataræði Tom Brady og Giselle Bundchen hefur verið í umræðunni í mörg ár enda er parið þekkt fyrir að hleypa engum ósóma inn fyrir sínar varir. Meðal þess sem þau borða ekki eru tómatar, svo langt ganga þau hjónin.

Því kom það mörgum á óvart þegar Brady greindi frá því á dögunum í viðtali við tímaritið Men´s Health að hann væri búinn að slaka töluvert á. Sagðist hann til að mynda eiga vini sem ærðust ef hráefnið væri ekki allt lífrænt en sjálfur væri hann fremur slakur og sagði að það borgaði sig ekki að æsa sig yfir öllu!!!!

Hann sagðist líka fá sér pítsu og beikon ef hann langaði til... (sem útkýrir vel stuðlaða fyrirsögnina hér að ofan. Þau eru kannski ekki brjálaðar beikonætur en við stóðumst ekki freistinguna)

Nú eru sjálfsagt flestir Brady aðdáendur gapandi enda full ástæða til þar sem heimsmynd okkar hefur verið kollvarpað.

Tom Brady.
Tom Brady. AFP
mbl.is