Í mál við bakaríið út af óviðeigandi köku

Kakan átti að líta út eins og þessi til hægri …
Kakan átti að líta út eins og þessi til hægri en á myndinni vinstra megin má sjá hornið sem er sagt óviðeigandi í stefnunni. Ljósmynd/Facebook

Kona nokkur í Bandaríkjunum hefur farið í mál við bakaríið sem bakaði afmælisköku dóttur sinnar þar sem kakan leit út eins og hestur með typpi á enninu.

Forsaga málsins er sú að Alexandra Schroeder hugðist halda upp á fimm ára afmæli dóttur sinni hjá Whipped Bakekery sem er - eins og nafnið gefur til kynna - bakarí.

Þegar Schroeder mætti á svæðið voru einungis stólar fyrir fimm gesti en þrettán börn voru á gestalistanum. Kakan kom svo og þá var Schroeder allri lokið enda var gullhornið sem átti að prýða einhyrninginn bæði bústið og alls ekki gyllt eins og um hafði verið beðið. Á því voru fingraför og í stefnunni segir að „hornið" hafi fremur minnt á typpi en horn og því engan vegin við hæfi í fimm ára afmæli.

Bakaríið hefur neitað að svara ásökununm og lokað Facebook síðu sinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert