Djúpsteikt Quality Street fyrir jólin

Það er veitingastaðurinn Poppies sem mun djúpsteikja eitt vinsælasta konfekt …
Það er veitingastaðurinn Poppies sem mun djúpsteikja eitt vinsælasta konfekt allra tíma fyrir jólin. mbl.is/Poppies

Í Bandaríkjunum er stundum sagt að ef eitthvað sé ætilegt – þá megi djúpsteikja það! Bretar virðast taka þetta bókstaflega fyrir þessi jólin. 

Það er ekki að ástæðulausu að Mars-súkkulaðinu hafi verið dýpt í djúpsteikingarpottinn allra fyrst í Skotlandi, því Bretar eru hvergi nærri saklausir þegar kemur að því að djúpsteikja. Enda vel þekktir fyrir djúpsteiktan fisk og franskar.

Fish & Chip- staður að nafni Poppies, mun djúpsteikja Quality Street-sælgætið fyrir þessi jólin eða frá og með 1. til 25. desember. Nú má rífast um bestu molana í djúpsteiktu formi en einnig verður hægt að fá ídýfu til að gera þetta enn meira djúsí.

Poppies er staðsettur í hjarta London, nánar tiltekið í Soho á Old Compton Street, og mun rukka £2.5 fyrir fimm mola. Hægt verður að panta fyrirfram á netinu og taka með ef vill. Kannski frábær hugmynd að tækifærisgjöf fyrir góðan vin með sæta tönn?

Hver er uppáhaldsmolinn þinn?
Hver er uppáhaldsmolinn þinn? mbl.is/Poppies
mbl.is/Poppies
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert