Eldhúsklassík í nýjum búningi

Nýtt útlit á Ottoni-katlinum verður fáanlegt í lok árs en …
Nýtt útlit á Ottoni-katlinum verður fáanlegt í lok árs en ketillinn var uppfærður í tilefni af 75 ára afmæli Bodum. mbl.is/Bodum

Í 75 ár hefur Bodum þjónað kaffiþyrstum viðskiptavinum sínum með vörum sem henta til daglegra nota, og finna má inn á mörgum heimilum landsins.

Fjölskyldufyrirtækið Bodum er einna þekktast fyrir kaffikönnurnar sínar, þá pressukönnuna og ketilinn Ottoni. En það er einmitt ketillinn sem fær alveg nýtt útlit í tilefni af stórafmæli fyrirtækisins.

Ottoni kom fyrst á markað árið 1986 og var hannaður af C. Jørgensen en Jørgensen hannaði ketilinn með húmor og leik í huga sem þykir langt frá því stílhreina útliti sem Bodum stendur fyrir. Ketillinn var upprunalega úr ryðfríu stáli með mattri áferð og handfangið úr mahoní sem hefur verið skipt út. 

En þetta er ekki eina nýjungin frá Bodum því fyrirtækið hefur síðustu tvö árin verið markvisst að uppfæra og útfæra vörurnar sínar í nútímalegri útgáfur og bæta þá efnisval og annað.

Pressukannan Chambord er ein þekktasta varan frá Bodum en hún …
Pressukannan Chambord er ein þekktasta varan frá Bodum en hún var fyrst kynnt til leiks árið 1974. mbl.is/Bodum
Hér er upprunalega útgáfan af katlinum Ottoni sem var hannaður …
Hér er upprunalega útgáfan af katlinum Ottoni sem var hannaður árið 1986. mbl.is/Bodum
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert