Dagatalið sem okkur dreymir um

Dagatal vínáhugamannsins í ár. 24 dagar með 24 mismunandi rommtegundum …
Dagatal vínáhugamannsins í ár. 24 dagar með 24 mismunandi rommtegundum frá allstaðar að úr heiminum. mbl.is/24daysofrum

Eitt vinsælasta dagatal fyrir vínáhugamanninn þessi jólin er romm-dagatal og það besta er að því fylgja 2 glös með.

Dagatalið er frá 24 days of Rum, en nafnið gefur til kynna hvað leynist í kassanum. Við erum að tala um alveg geggjað dagatal fyrir þá sem elska rommsopann. Hér færðu 24 mismunandi litlar rommflöskur frá 24 löndum. Dagatalinu fylgja einnig miðar þar sem þú getur skráð niður hvernig smakkast.

Dagatalið er fáanlegt HÉR og það er hægt að senda til Íslands.

Dagatölunum fylgja 2 glös fyrir sopann.
Dagatölunum fylgja 2 glös fyrir sopann. mbl.is/24daysofrum
mbl.is