Eina leiðin til að þrífa kristalsglösin

Það er ekki eftir neinu að bíða! Draga fram kristalsglösin …
Það er ekki eftir neinu að bíða! Draga fram kristalsglösin og pússa þau fyrir komandi tíð. mbl.is/Colourbox

Það er kominn tími til að dusta rykið af kristalsglösunum og drekka úr þeim fram yfir áramót. En það er ekki í hreingerningarskápinn sem þú átt að leita eftir efnum til að þrífa glösin sem komin eru til ára sinna – heldur í eldhúsið.

Kristalsglös eru falleg að horfa á og drekka úr en það getur reynst erfitt að halda þeim hreinum og fínum. En áður en þú gefst upp skaltu prófa þetta einfalda ráð.

Þú þarft:

  • Edik
  • Vatn
  • Uppþvottalög
  • Klút

Aðferð:

  • Blandaðu vatni og ediki til helminga og dýfðu klútnum í blönduna.
  • Settu blautan klútinn yfir glasið og þá sérstaklega þar sem sést mest á því og láttu standa yfir nótt.
  • Þvoðu glasið daginn eftir eins og venja er og þurrkaðu yfir með mjúkum og þurrum klút. Glasið ætti að vera eins og nýtt!

Flest öll kristalsglös sem framleidd eru í dag mega fara í uppþvottavélina án þess að það muni sjást á þeim. En gömul glös þola það ekki því í eldri glösum finnst oft á tíðum blý sem þolir illa hitann í uppþvottavélinni.

mbl.is/Frederik Bagger
mbl.is