Kristals-kóngur með nýja verslun

Frederik Bagger hefur skotist hratt upp stjörnustigann hvað varðar hönnun …
Frederik Bagger hefur skotist hratt upp stjörnustigann hvað varðar hönnun á fallegum og vönduðum kristalsvörum. mbl.is/Frederik Bagger

Það var árið 2015 sem Frederik Bagger setti fyrsta kristalsglasið sitt á markað. En kristalsglös hafa aldrei verið eins vinsæl og sjást víða á heimilum í dag – þá í öllum stærðum og gerðum.

Nú hefur hinn vinsæli hönnuður opnað dyrnar að nýrri verslun í Kaupmannahöfn, þar sem þú getur skoðað og upplifað allt vöruúrvalið á einum stað.

Frederik Bagger hannaði hinn fullkomna milliveg með fagurfræði og virkni á kristalsglösunum sínum sem hófu ævintýrið hans í heimi hönnunar á svo stuttum tíma. Glösin eru svo einstaklega falleg ásjónu og má nota daglega, ekki bara við hátíðleg tilefni. Svo er það allra besta – en glösin mega fara í uppþvottavél og það kunnum við vel að meta.

Þeir sem vilja reka inn nefið í næstu helgarferð til Köben geta lagt leið sína á Grønnegade 36, rétt hjá Kongens Nytorv.

Það væri ekki amalegt að skála úr þessum glösum næstu …
Það væri ekki amalegt að skála úr þessum glösum næstu áramót. mbl.is/Frederik Bagger
mbl.is/Frederik Bagger
Það eru ekki bara glös sem koma úr smiðju Bagger, …
Það eru ekki bara glös sem koma úr smiðju Bagger, því þar má einnig finna skálar í ýmsum stærðum. mbl.is/Frederik Bagger
mbl.is/Frederik Bagger
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert