Missti 55 kíló með því að borða smjörkjúkling

Bec Ashforth á brúðkaupsdaginn sinn og núna á dögunum þegar …
Bec Ashforth á brúðkaupsdaginn sinn og núna á dögunum þegar hún lét tilleiðast og fór í myndatöku á nærfötunum einum saman.

Fimm barna móðirin Bec Ashforth frá Ástralíu ákvað að taka líf sitt til gagngerrar endurskoðunar eftir að eiginmaður hennar fékk vinnu sem krafðist þess að hann væri lengi að heiman. Bec vissi sem var að hún þyrfti að vera í góðu líkamlegu ástandi til að takast á við uppeldi barnanna svona mikið ein og því ákvað hún að setja sjálfa sig í forgang fyrst.

Hún tók mataræðið algjörlega í gegn og fór að undirbúa máltíðir fyrirfram, las bækur og fylgdi leiðbeinungum til hins ýtrasta. Hún segist hafa tekið verkefnið mjög alvarlega og lagt sig alla fram. Bec fór úr 113 kílóum niður í 55 kíló og er núna í góðu líkamlegu jafnvægi þar sem hollt mataræði og hreyfing eru í forgangi.

Eitt vakti þó sérstaka athygli okkar og það er að Bec borðaði kynstrin öll af rétti sem hún kallar smjörkjúklingur. Við nánari skoðun kemur í ljós að uppskriftin inniheldur lítið af smjöri og er meinhollur í alla staði. En Bec er ánægð og stefnir að því að gerast einkaþjálfari og hjálpa öðrum konum í hennar sporum að komast í betra líkamlegt ástand.

mbl.is